6 Hrafnar

Gisting á Akureyri


Gisting

Stóra íbúðin

Stóra íbúðin er um 150 fermetrar á tveimur hæðum, með tvennum svölum og glæsilegu útsýni sem njóta má úr heitum potti á svölunum.  Svefnherbergin á efri hæðinni eru þrjú og að auki er svefnsófi í herbergi inn af stofunni á neðri hæð.  Þannig fer vel um 6-8 manns í íbúðinni og allt að 10 manns ef aukaherberginu á jarðhæð er bætt við.

Appelsínugula herbergið er með king-size rúmi og einu barnarúmi

 


Brúna herbergið er með tveimur 90 cm rúmum (Twin eða double)

 


Bleika herbergið (sem reyndar er hvítt) er með tveimur 90 cm rúmum (Twin eða double) og einu barnarúmi.

 

Baðherbergi er með sturtu og þar er gengið út á svalir með heitum potti. Þar er útsýni í allar áttir, út á Kaldbak og fram í fjörð.
   

Stofan er stór með fyrsta flokks hljómflutningstækjum og sjónvarpi.  Inn af stofunni er fjórða svefnherbergið búið svefnsófa.

   

 

Eldhúsið var einu sinni kallað Síbería en síðan hefur bæði einangrun og hitakerfið verið bætt mikið.  Eldhúsið er rúmgott, nýuppgert og þar eru fyrsta flokks tæki og tól.  Borðpláss er fyrir 6-10 manns. 

 
 
 
 

Aukaherbergið
Aukaherbergið á jarðhæðinni er stundum kallað Spennistöðin.  Það er rúmgott, um 16 fermetrar, með sérinngangi og sér baðherbergi með sturtu.  Þar má líka finna ísskáp, kaffivél og örbylgjuofn. Það er einungis leigt með stóru íbúðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 6 Hrafnar