6 Hrafnar

Gisting á Akureyri


Saga Hrafnagilsstræti 6

Hrafnagilsstræti 6 er sögufrægt hús.  Það var byggt árið 1933 af hjónunum Hermanni Stefánssyni og Þórhildi Steingrímsdóttur.  Um þau heiðurshjón er minnisvarði við MA, steinsnar frá húsinu, en bæði kenndu þau í MA um árabil.  Þeirra er beggja minnst sem brautryðjenda í bæði íþróttum og menningu á Akureyri.

 
Hermann og Þórhildur bjuggu lengi í Hrafnagilsstrætinu, fyrstu tvo áratugina ásamt foreldrum Þórhildar og fjórum systrum hennar.  Hermann lést árið 1983 en Þórhildur bjó í húsinu allt til ársins 1989.  Hún lést árið 2002. 6 Hrafnar