6 Hrafnar

Gisting á Akureyri


Íbúðagisting á Akureyri

 

6 Hrafnar ehf. bjóða heimilislega gistingu á besta stað á Brekkunni á Akureyri.  Stór íbúð sem hentar stórum fjölskyldum eða hópum.  Staðsetningin er fullkomin, 3 mínútna gangur í sund, 5 mínútur í lystigarðinn og 5 mínútur í miðbæinn. 

Íbúðin er á tveimur hæðum og telur 3 svefnherbergi, stóra stofu þar sem einnig má koma fyrir dýnum, stórt eldhús með öllum búnaði, baðherbergi og svalir með heitum potti (sjá nánar hér).

Á jarðhæðinni er stórt aukaherbergi með sérinngangi, sér baðherbergi og sturtu sem getur leigst með íbúðinni ef þörf er á enn meira plássi.  Innangengt er milli íbúðar og aukaherbergis.
Staðsetning
Hrafnagilsstræti 6 er sögufrægt hús á besta stað á Brekkunni á Akureyri.  Örstutt í sund (250m), niður í bæ (500m) eða í lystigarðinn (500m) Sjá staðsetningu á korti hér: Map24

Ekki skemmir fyrir að nær allar strætóleiðir stoppa rétt hjá og á Akureyri er frítt í strætó!
Vefsíða Strætisvagna Akureyrar.

Top Vacation Rental

6 Hrafnar6 Hrafnar